Skip to main content

Safnahúsið – Myndlist og vísindi

Verið hjartanlega velkomin í Safnahúsið þar sem myndlist og vísindi mætast!

Í Safnahúsinu eru fjölbreytt rými sem bjóða upp á fræðslu skólahópa á öllum aldursstigum.
Gagnvirkni og þátttaka nemenda er lykillinn að eftirminnilegri skólaheimsókn og leggja fræðslufulltrúar safnsins mikið upp úr ánægjulegri upplifun.

VIÐNÁM

Sýningin Viðnám á 1. hæð safnsins er þverfagleg sýning sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Líta má á orðið viðnám út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Auk þess vísar viðnám til þeirrar mikilvægu mótstöðu sem við verðum að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Listaverk vekja upp spurningar sem hvetja nemendur til að spyrja sig knýjandi spurninga.

HAFIÐ

Hafið er umlykjandi á nýrri sýningu á 2. hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem fjársjóður íslenskrar myndlistar er aðgengilegur. Nemendum gefst nú tækifæri á að upplifa listaverk sem öll tengjast hafinu og orðræðunni um sjálfbærni.
Verkin á sýningunni vísa í ýmsa þætti sem vert er að skoða í samhengi við hafið og hvernig samband manna við hafið hefur breyst. Auðlindir hafsins, baráttan við bárurnar, efling náttúruvitundar, sjálfbærni og síðast en ekki síst undur hafsins eru leiðarstef í sýningunni sem að höfðar til fólks á öllum aldri.

Tekið er á móti nemendum samkvæmt samkomulagi. Tímapantanir eru gerðar með tölvupósti á netfangið:
mennt@listasafn.is

 

Skipuleggjandi:
Listasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Náttúra og dýr
Saga
Tækni og vísindi
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
4ra ára
  - 18 ára