Skip to main content

Safngripir í aldanna rás

Heimsóknin hentar öllum árgöngum á yngsta stigi en þó helst 3. og 4. bekk.

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár er sagan sögð í tímaröð og er þróun í gegnum tímabil leiðarstef í heimsókninni. Nemendur eru hvattir til að velta fyrir sér ástæðum þess að hlutir, lifnaðarhættir og umhverfi taka breytingum. Forgengileiki hluta og varðveisla þeirra er rædd. 

Miðað er við að hópar séu að hámarki 25 nemendur. Heimsóknin tekur um 45 - 60 mínútur.

Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands: https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/hopar/skolar/ eða í gegn um netfangið kennsla@thjodminjasafn.is

Skipuleggjandi:
Þjóðminjasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Nóvember
Aldur:
6 ára
  - 9 ára