Samferðarmaður á Ljósmyndasafninu │ 1. - 10. bekkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Borgarsögusafn Reykjavíkur
- frá 25. ágúst til 24. nóvember 2025
1. - 4. bekkur
Hvað eru krakkarnir á myndinni að gera? Við skoðum myndir af börnum frá ólíkum tímum og setjum okkur í spor þeirra með aðstoð myndlæsis.
Í heimsókninni skoða nemendur sýninguna Samferðarmaður þar sem eru fjölbreyttar myndir frá árunum 1967-2017.
5. - 7. bekkur
Hvernig hefur samfélagið breyst? Nemendur skoða ljósmyndir frá árunum 1967-2017 og vinna verkefni um hvort eitthvað hafi breyst síðan myndirnar voru teknar.
Í heimsókninni skoða nemendur sýninguna Samferðarmaður þar sem sést vel hvernig samfélagið hefur breyst. Þar eru myndir sem sýna síðasta bóndann í Laugardal árið 1979, biðraðir við kassana í Hagkaup í Kringlunni árið 1987 og myndir teknar daginn sem Íslendingar skiptu úr vinstri yfir í hægri umferð 1968.
8. - 10. bekkur
Fyrir hverju var fólk að berjast á ólíkum tímum? Nemendur skoða ljósmyndir af mótmælum og kröfugöngum á 50 ára tímabili.
Í heimsókninni skoða nemendur sýninguna Samferðarmaður þar sem eru fjölmargar myndir af fólki að berjast fyrir breyttu samfélagi. Þar eru til dæmis myndir af konum að berjast fyrir auknum réttindum árið 1970, herstöðvaandstæðingum árið 1979 og myndir af mótmælum náttúruverndarsinna árið 2013.
Opið fyrir bókanir: Bóka skólahóp
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is
Deila
