Sjón er sögu ríkari

Á sýningunni eru fjölbreytt verk eftir Sigurjón sem hann gerði á árunum 1933 – 1982. Þetta eru natúralísk verk, abstraktsjón og frumdrög að nokkrum lykilverkum listamannsins. 

Sýningin hefur fjölþættan tilgang; að vekja almenna athygli á heildarskrá verka Sigurjóns á vefsíðu safnsins og benda kennurum á möguleika sem felast í því að nýta sér fræðsluefnið og koma á safnið með nemendum til að skoða verkin njóta leiðsagnar um sýninguna.

Markmið heimsóknar

 Að nemendur kynnist hugtökum á borð við þrívíð verk, skúlptúr, höggmyndir.

 Að nemendur auki skilning sinn á aðferðum og efnisnotkun listamanna.

 Að nemendur kynnist verkum Sigurjóns Ólafssonar.

 Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því viðamikla ferli sem á sér stað í listsköpun.

Heimsóknin

Tekið er á móti nemendum í anddyri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 og þeir boðnir velkomnir í heimsókn. Þá er safnið kynnt og farið yfir almennar safnareglur. Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og æfa sig í samtali um listsköpun, verkferla og efnisnotkun listamanna. Tengja verkin við umhverfi sitt, sögu og menningu.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Hér má finna hlekk inn á rafrænt kennsluefni í tengslum við Safn Sigurjóns Ólafssonar:

http://www.lso.is/Farvegur.pdf 

 

Hægt er að panta leiðsögn í netfangið mennt@listasafn.is

Verið velkomin í heimsókn.

Skipuleggjandi: 
Listasafn Íslands
Staðsetning: 
Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Listir
Læsi
Saga
Tímabil: 
Október
Nóvember
Desember
Aldur: 
5 ára
6 ára
7 ára
8 ara
9 ára
10 ára
11 ára
12 ára
13 ára
14 ára
15 ára
16 ára
17 ára
18 ára