Sjónarafl - þjálfun í myndlæsi

Sjónarafl - þjálfun í myndlæsi
 

Því lengur sem við horfum á listaverk, því meira sjáum við!

Listasafn Íslands kynnir nýtt fræðsluverkefni sem ber heitið Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi. Verkefnið miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á myndlist og sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Myndlæsisþjálfun býður upp á samþættingu margra ólíkra greina og snertir þannig á hæfniviðmiðum úr ólíkum námsgreinum: sjónlistum, íslensku og samfélagsgreinum. Þá tengist Sjónarafl beint inn í hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla fyrir lykilhæfni tjáningar og miðlunar, auk skapandi og gagnrýnnar hugsunar.

Verkefninu fylgir rafrænt kennsluefni en einnig fer það fram í formi heimsókna á Listasafn Íslands.

Nánari upplýsingar um Sjónarafl og skráning til þátttöku í netfangið mennt@listasafn.is

Skipuleggjandi: 
Listasafn Íslands
Staðsetning: 
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur: 
Listir
Læsi
Tímabil: 
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
Aldur: 
10 ára
11 ára
12 ára