Skíðað á skólatíma
Skíðað á skólatíma með 2.bekk er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt.
Markmið verkefnisins er að:
• gefa nemendum í 2.bekk tækifæri til að prófa skíði.
• fá reynslu í móttöku skólahópa á skíðasvæðin í borginni með áherslu á þjónustu við byrjendur.
• fá endurgjöf frá nemendum, kennurum og foreldrum.
Deila

Skipuleggjandi:
Miðstöð útivistar og útináms
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Nóvember
Aldur:
7 ára