Skólaheimsóknir fyrir miðstig í Elliðaárstöð
Hvað?
Í Elliðaárstöð fræðum við ungmenni um vísindi, orku og auðlindir.
Við skoðum viðfangsefnin á þverfaglegan hátt og veltum því fyrir okkur hvernig hlutirnir voru í fortíðinni og hvernig þeir verða mögulega í framtíðinni. Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM menntun en þá samþættum við vísindi, tækni, skemmtun, verkfræði, listir og stærðfræði og tökumst á við skemmtilegar hönnunaráskoranir.
Fyrir hvern?
Haustið 2023 tökum við á móti skólahópum á miðstigi. Hámarksfjöldi í hverri heimsókn er 25 nemendur. Vinsamlegast sendið hópa með að minnsta kosti tvo starfsmenn.
Hvenær?
Við tökum á móti skólahópum á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 10-11:30.
Skráning heimsókna fer fram á heimasíðu Elliðaárstöðvar sjá „Bóka heimsókn”.
Heimsóknin tekur um 90 mínútur og fer fram inni og úti. Mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri.
Hægt er að fá aðstöðu til að borða nesti fyrir eða eftir heimsókn.
Við auglýsum nú lausa tíma fyrir september, október, nóvember og desember. Við hvetjum ykkur til að panta heimsókn með fyrirvara.
Elliðaárstöð og Orkuveita Reykjavíkur bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.
Fræðsluleiðir í boði
Ertu í stuði!? Leiðsögn um rafstöðina í Elliðaárstöð og þraut.
Leitin að orkunni – ratleikur um ýmis birtingarform orku
Jarðhitinn til bjargar - Fræðsla um jarðhita og nemendur búa til jarðhitaofurhetju
Deila
