Skip to main content

Skólaþing

Á Skólaþingi fá nemendur í 10. bekk tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni sem fyrir þá eru lögð til lykta á þingflokksfundum, nefndarfundum og þingfundum. Jafnframt hlusta þeir á og meta rök sérfræðinga sem kallaðir eru til til að veita þingmönnum ráðgjöf. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.

Nánari upplýsingar og bókanir: skolathing@skolathing.is og https://www.skolathing.is/heimsoknir/boka-heimsokn/ 

Skipuleggjandi:
Alþingi
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Listir
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
15 ára
  - 16 ára