Skólaupptaka á Árbæjasafni │ 8 - 10. bekkur
Árbæjarsafn │Borgarsögusafn Reykjavíkur
Fyrir nemendahópa í 8. - 10. bekk grunnskóla sem eru að vinna að verkefni í skólanum og langar að taka upp á Árbæjarsafni. Kennarar eru hvattir til að biðja alla nemendahópa að bóka sig rafrænt hjá safninu í gegnum hlekkinn hér neðst.
Það þarf að bóka heimsókn á þeim tíma og degi sem hentar hópnum að koma. Miðað er við að hópurinn sé á svæðinu í 45 mínútur upp í 1 klukkustund. Safnakennari tekur á móti hópnum, fer yfir safnareglurnar og fylgir þeim í þau hús sem hópnum langar að taka upp í. Mikilvægt er að sýna tillitssemi og hvorki færa né snerta safngripi.
Reglur varðandi ljós- og kvikmyndaupptöku á vegum grunnskóla og framhaldsskóla er að finna hér: ABS_Myndatoekur_skolahopa_leyfi_reglur_2024_37e82dc09b.pdf
Bókið hér.
Nánari upplýsingar: hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is