Sögustund með Zetu
Borgarbókasafnið Spönginni
Námskeið um meðferð bóka fyrir 4-6 ára
Zeta er lítil bókavera sem býr á safninu. Í fyrstu sögustund vetrarins fá börnin að heyra söguna af því hvernig Zeta varð til og rataði í Borgarbókasafnið. Hún veit allt um bókasafnið og kennir börnunum að fara vel með bækur. Zeta veit ekkert skemmtilegra en að hlusta á góðar sögur og bíður því spennt eftir því þegar börnin koma í sögustund.
Þegar börnin koma til að heyra aðrar sögur tekur Zeta ávalt á móti þeim, hlustar með þeim á söguna sem barnabókaverðirnir bjóða upp á hverju sinni og kveður með smá glaðningi.
Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is | 411-6230
Deila

Skipuleggjandi:
Borgarbókasafnið, Spönginni
Staðsetning:
Grafarvogur
Efnisflokkur:
Læsi
Tímabil:
Janúar
- Desember
Aldur:
3ja ára
- 7 ára