Skip to main content

Stækkaðu framtíðina

Stækkaðu framtíðina tengir grunn- og framhaldsskóla við sjálfboðaliða af vinnumarkaði sem heimsækja kennslustundir og kynna störf sín, bakgrunn og hvernig nám hefur nýst þeim. 

Markmiðið er að opna augu nemenda fyrir tækifærum framtíðarinnar, efla áhuga þeirra á námi og styrkja drauma, framtíðarsýn og seiglu. 

Í vefgátt verkefnisins geta kennarar og námsráðgjafar auðveldlega fundið sjálfboðaliða og skipulagt heimsóknir á staðnum eða á netinu. Með fylgja leiðbeiningar, kennsluáætlanir og verkefnablöð sem gera heimsóknina bæði fræðandi og skemmtilega.

staekkaduframtidina.is

 

Skipuleggjandi:
Nýmennt - Menntavísindasvið HÍ
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Listir
Læsi
Náttúra og dýr
Saga
Tækni og vísindi
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
5 ára
  - 18 ára