Skip to main content

Stafrænar styttur

Einar Jónsson var fyrsti myndhöggvari Íslands og safnið hans stendur á Skólavörðuholti í Reykjavík. Í samvinnu við verkfræðistofuna EFLU varð verkefnið Stafrænar styttur til sem gera kennurum og nemendum kleift að nýta sér nýjustu tækni í myndmælingum (photogrammetry) til að kynnast listaverkum Einars betur. Verkefnið er í formi stafrænna tvíbura af raunverulegum listaverkum sem gefa færi á að skoða listaverk Einars frá breytilegum sjónarhornum sem annars er erfitt að koma auga á. Verkefninu er ætlað að gera fólki kleift að sjá stytturnar frá nýju sjónarhorni þar sem mörg verkanna eru svo há að erfitt er að sjá þau standandi á gólfinu.

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan geta nemendur og kennarar skoðað stafræna tvíbura af nokkrum vel völdum verkum Einars Jónssonar myndhöggvara.

Smelltu hér til að skoða stafrænu stytturnar: https://sketchfab.com/ListasafnEinars/models 

Verkefninu fylgir fræðslupakki: http://www.lej.is/stafraenar-styttur/

Nánari upplýsingar og bókanir heimsókna: lej@lej.is

Skipuleggjandi:
Listasafn Einars Jónssonar
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
8 ara
  - 14 ára