Skip to main content

Steinagreining

Vatnið í náttúru Íslands | 2. hæð Perlunnar

Sumir steinar eru glitrandi, aðrir rauðir eða grænir. Við skoðum fjölbreytta steina og fjöllum um hvernig steinar verða til í eldgosum og aðrir vaxa úr vatni. Nemendum gefst tækifæri á að spreyta sig á aðferðum sem notaðir eru til að greina steina og við veltum fyrir okkur samspili eldgosa, jökla og fjalla.

Markmið heimsóknarinnar er að nemendur læri muninn á frumsteindum og síðsteindum (steinar sem myndast í eldgosum og steinar sem vaxa eftir á), kynnist aðferðum sem notaðar eru við að greina steina og fræðist um jarðbreytileika Íslands og mikilvægi náttúruverndar.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa og heimsóknin er sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig. Skráning fyrir heimsóknir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar fer fram á bókunarsíðu Náttúruminjasafnsins

 

Frekari upplýsingar um fræðsluleiðina má finna á heimasíðu safnsins og hjá safnkennurum á netfanginu kennsla@nmsi.is og í síma 5771800. Á Fróðleiksbrunninum, nýrri fræðslusíðu Náttúruminjasafnsins má finna náttúrufræðslu og verkefni sem kjörið er að nýta til undirbúnings og eftirfylgni í tengslum við heimsóknina.

Skipuleggjandi:
Náttúruminjasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Læsi
Náttúra og dýr
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
6 ára
  - 15 ára