Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár

Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Ýmis tækniþróun, aukin sérhæfing starfa og þróun verslunar og neyslumenningar er til umfjöllunar. Áhrif þróunarinnar á lífsstíl og dægurmenningu eru rædd og það hvernig samspil margra þátta, þ. m. t. hersetunnar, gerir öldina ólíka fyrri öldum.

Miðað er við að hópar séu að hámarki 25 nemendur. Heimsóknin tekur um 45 - 60 mínútur.

Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands: https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/hopar/skolar/ eða í gegn um netfangið kennsla@thjodminjasafn.is

Skipuleggjandi: 
Þjóðminjasafn Íslands
Staðsetning: 
Miðborg og Hlíðar
Vesturbær
Efnisflokkur: 
Listir
Læsi
Saga
Tímabil: 
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
Aldur: 
13 ára
14 ára
15 ára