Þjóðminjasafnið - hvað er það?
Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur fyrir börnin. Þau eru hvött til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þau tengja við sýningargripi. Í heimsókninni eru skilningarvitin heyrn, snerting, og sjón virkjuð, og líkaminn allur er með í hermileik. Að heimsókn lokinni hafa börnin kynnst hugtökunum safn og sýning og upplifað Þjóðminjasafnið sem áhugaverðan stað til að heimsækja.
Deila

Skipuleggjandi:
Þjóðminjasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
Janúar
- Desember
Aldur:
4ra ára
- 5 ára