Skip to main content

Tréð

Leik- og grunnskólahópum er boðið í skipulagða heimsókn með safnkennar á nýja sýningu Norræna hússins.  

„Tréð“ er sýning á barnabókasafni Norræna hússins sem beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf Norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.

Hjarta sýningarinnar og samkomustaður textíl skúlptúr í formi trés, gerður af finnsku listakonunni Corinnu Helenelund. Tréð er gagnvirkur skúlptúr, þar sem gestum bíðst að fá sér sæti með bók, njóta samvista eða fara í leiki. Á veggjum safnins verða dregnar fram myndskreytingar úr völdum bókum í bland við upprunaleg verk og skissur. Sýningin getur því veitt innsýn í ferlið við að búa til myndskreytingu og gefið áhugasömum innblástur og hvatningu til að gera eigin sögu. Með sýningunni er sjónum beint að myndlæsi – skilningi á sögum óháð tungumálum og eru gestir hvattir til að lesa bækurnar í gegnum myndirnar.

Leiðsagnir eru aðlagaðar að aldurhópum og hægt að bóka með því að senda email á: hrafnhildur@nordichouse.is 

 

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

 

Skipuleggjandi:
Norræna húsið
Staðsetning:
Nágrannasveitarfélög
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Náttúra og dýr
Tímabil:
September
  - Desember
Aldur:
2ja ára
  - 11 ára