Skip to main content

Trúarbrögð og siðaskipti

Í heimsókninni er farið yfir trúarsiði Íslendinga frá landnámi og fram yfir siðaskipti. Lögð er áhersla á að heimsóknin sé uppgötvunarleiðangur. Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og tjá sig um hvernig þeir tengja við sýningargripi, hugarheim, lífsviðhorf og siðferði fólks á ólíkum tímum Íslandssögunnar.

Að heimsókn lokinni hafa nemendur kynnst hugtökum trúarbragða, svo sem Norræn goðafræði, heiðni, kristni, kaþólska, lútherska, helgisiðir og helgirit. Þau hafa kynnst táknum, myndum, skreyti og ýmsum búnaði sem tengist trúarbrögðum og sjá má á grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. 

Miðað er við að hópar séu að hámarki 25 nemendur. Heimsóknin tekur um 45 - 60 mínútur.

Nánari upplýsingar og bókanir á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands: https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/hopar/skolar/ eða í gegn um netfangið kennsla@thjodminjasafn.is

Skipuleggjandi:
Þjóðminjasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Listir
Læsi
Saga
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
12 ára
  - 13 ára