Upplifunarferð um sýninguna Vatnið í náttúru Íslands
Leikskólabörnum er boðið í spennandi upplifunarferð um sýninguna Vatnið í náttúru Íslands. Þar fá þau að kynnast mismunandi birtingarmyndum vatns, meðal annars með því að hlusta, snerta, sulla og skoða lífverur sem búa í vatninu.
Markmið heimsóknarinnar er að nemendur kynnist mismunandi birtingarmyndum vatns og kynnist því að fara á safn og skoða sýningu saman.
Heimsóknin tekur 45-60 mínútur og miðað er við að ekki séu fleiri en 20 börn í hverjum hópi til þess að þau njóti heimsóknarinnar sem best.
Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa og heimsóknin er sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig. Skráning fyrir heimsóknir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar fer fram á bókunarsíðu Náttúruminjasafnsins.
Frekari upplýsingar um fræðsluleiðina má finna á heimasíðu safnsins og hjá safnkennurum á netfanginu kennsla@nmsi.is og í síma 5771800. Á Fróðleiksbrunninum, nýrri fræðslusíðu Náttúruminjasafnsins má finna náttúrufræðslu og verkefni sem kjörið er að nýta til undirbúnings og eftirfylgni í tengslum við heimsóknina.
Deila
