Skip to main content

Úti er ævintýri

Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaða skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“.  Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn MÚÚ taka á móti hópum í fyrirfram ákveðna dagskrá sem er árstíðarmiðuð, unnin út frá aðalnámskrá og aðlöguð hverju skólastigi fyrir sig.

Athugið að hópastærð miðast við einn bekk (15-30 nemendur).

Frekari upplýsingar um dagskrá og bókanir er að finna á heimasíðu MÚÚ

Skipuleggjandi:
Miðstöð útivistar og útináms
Staðsetning:
Grafarvogur
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Læsi
Náttúra og dýr
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
2ja ára
  - 15 ára