Skip to main content

Vatnið í náttúru Íslands

Vatnið í náttúru Íslands | 2. hæð Perlunnar

1. - 10. bekkur

Vatn er óvenju áberandi hluti af náttúru Íslands. Við fjöllum um mismunandi birtingarmyndir ferskvatns í náttúru Íslands og mikilvægi þess í fjölbreyttum vatnavistkerfum landsins. Einnig veltum við fyrir okkur hvernig við nýtum ferskvatnið, heitt og kalt, og ræðum umsvif mannsins og áhrifin sem þessi nýting hefur á náttúruna.

Markmið heimsóknarinnar er að nemendur fræðist um vatnið í náttúru Íslands, samspili lifandi og lífvana þátta, hvernig vatn er nýtt á Íslandi og áhrif nýtingarinnar á náttúruna.

Heimsóknin tekur um klukkustund og miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur einum bekk, eða um 25 nemendur.

Fræðsla er ókeypis fyrir skólahópa í 1. til 10. bekk og heimsóknin er sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig. Skráning fyrir heimsóknir á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar fer fram á bókunarsíðu Náttúruminjasafnsins. 

Frekari upplýsingar um fræðsluleiðina má finna á heimasíðu safnsins og hjá safnkennurum á netfanginu kennsla@nmsi.is og í síma 5771800. Á Fróðleiksbrunninum, nýrri fræðslusíðu Náttúruminjasafnsins má finna náttúrufræðslu og verkefni sem kjörið er að nýta til undirbúnings og eftirfylgni í tengslum við heimsóknina.

Skipuleggjandi:
Náttúruminjasafn Íslands
Staðsetning:
Miðborg og Hlíðar
Efnisflokkur:
Læsi
Náttúra og dýr
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
6 ára
  - 15 ára