Skip to main content

Verkefnastjórnun fyrir nemendur

Við hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands viljum endilega fá að kynna fyrir ykkur tækifæri sem býðst kennurum. Þar sem alþjóðlegavottað kennsluefni í kennslu verkefnastjórnunar er nýtt. Ásamt því að fá verkefnastjóra úr atvinnulífinu til að að kynna nemendum fyrir verkefnastjórnun.

Þekking og hæfni sem hentar vel í t.d. Lífsleiknikennslu o.fl. Við í Verkefnastjórnunarfélaginu viljum endilega kynna fyrir ykkur framlag félagsins til að efla verkefnastjórnunar þekkingu nemenda og hagnýtingu hennar.

Fyrirkomulagið er þess hátttar að verkefnastjórnunarfélagið býðst til að koma og leiða kennslustund / vinnustofu með kennurum. Þar sem farið er yfir verkefnastjórnun og hagnýtingu hennar í einni kennslustund. Nemendum er skipt í hópa og þau leysa verkefni sem henta hverjum aldri fyrir sig. Nemendur tileinka sér hæfni skipulagningar og framkvæmdar verkefna. Verkefnastjórnun er aðferðafræði sem nemendur geta nýtt sér í sínum daglegu verkefnum, skipuleggja, setja sér markmið, leysa vandamál og vinna í árangursríku teymi.

Í vinnustofunni fá nemendur viðfagnsefni, þar sem þau sjá hugmyndir sínar verða að veruleika með samvinnu og samskiptum samnemenda. Farið er yfir verkefnið með jákvæðni og lærdóm í huga. Vinnustofan endar síðan á að nemendur fá sína fyrstu alþjóðlegu vottun í þátttöku vinnustofunnar.

Verkefnastjórnunar kennsla eflir skapandi hugsun, sjálfsstraust, hæfnina í að takast á við áskoranir, læra af niðurstöðunum/reynslu og efla leiðtogahæfni.

Við í Verkefnastjórnunarfélagi Ísland viljum láta gott af okkur leiða. Miðla þekkingu og reynslu okkar til kennara og nemenda.


 

Skipuleggjandi:
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Listir
Læsi
Náttúra og dýr
Tækni og vísindi
Tímabil:
Janúar
  - Desember
Aldur:
6 ára
  - 18 ára