Vinnumorgun fyrir 6.bekk í grunnskóla
Á þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýra, fræðast um þau og læra um landbúnaðarstörf almennt. Þetta er vinsælasta námskeiðið frá opnun garðsins. Námskeiðin fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 07:45. Einn bekkur (hámark 24 nemendur) kemst að í hvern morgun. Bekknum er skipt í þrjá hópa og þeir fá að sinna dýrum í fjósi, fjárhúsi og villtum dýrum. Í lok leiðsagnarinnar kynna nemendur það sem þau lærðu fyrir samnemendum sínum og vinnu lýkur um 10:30.
Nánari upplýsingar hér.
Bókið í gegnum tölvupóst : namskeid@husdyragardur.is
Samningur milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á grunnskólaárinu en greiða 300 krónur pr. barn á sumarstarfstíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem finna má á heimasíðu garðsins: https://mu.is/skolahopar/ .