Vísindasmiðja HÍ
Vísindasmiðja HÍ tekur á móti grunnskólahópum af öllu landinu og nýtist heimsóknin best nemendum í 6. til 10. bekk. Markmið okkar er að styðja við kennslu í náttúruvísindum og opna veröld vísindanna á lifandi og gagnvirkan máta, með leik og uppgötvunum.
Opið er fjóra daga vikunnar og fer skráning fram á visindasmidjan.hi.is. Hámarksstærð hópa er 25 nemendur, heimsóknin var um 90 mínútur.
Í smiðjunni eru fjöldi tækja og tóla sem sýna ákveðin eðlisfræðileg fyrirbæri á áþreifanlegan hátt. Auk þess kynnast nemendur fjölbreyttum vísindum, svo sem umhverfisfræði, stjörnufræði, vindmyllugerð, efnafræði, líffræði, stærðfræði og sálfræði. Skoðið endilega á verkefnasíðunni okkar.
Deila

Skipuleggjandi:
Vísindasmiðja Háskóla Íslands
Staðsetning:
Vesturbær
Efnisflokkur:
Tækni og vísindi
Tímabil:
Janúar
- Desember
Aldur:
10 ára
- 15 ára