Skip to main content

Vorferð fyrir grunnskóla á Árbæjarsafn

Árbæjarsafn |  Borgarsögusafn Reykjavíkur 

1.-4. bekkur

Við bjóðum upp á skemmtilegar og fræðandi vorheimsóknir þar sem útivera í einstöku og öruggu umhverfi safnsins er í aðalhlutverki. Oft hentar betur að koma með tvo bekki í einu í heimsókn á safn og þá gjarnan rétt fyrir skólalok á vorin.

Hópnum er skipt niður á stöðvar og allir fá að prófa. ATHUGIÐ! Hér er gert ráð fyrir virkri þátttöku kennara og þess starfsfólks sem fylgir hópnum. Nemendur kynnast vatns- og hrísburði úr gamla tímanum, fræðast um sögu hluta og húsa í gegnum ratleik og fleira. 

Fræðslan tekur um 50-60 mínútur en eftir það er hópum velkomið að dvelja lengur á safnsvæðinu til að borða nesti. Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir að heimsóknin sé ekki lengur en 2 klst.

Vinsamlegast virðið tímasetningar og fræðsla hefst stundvíslega klukkan 10. Ef borða þarf nesti áður þá þarft að mæta fyrr.

Athugið að heimsóknin er háð veðri.

Í boði frá og með 12. maí - 6. júní 2025 (Nánast uppbókað vorið 2025)

 

Opið fyrir bókanir: Árbæjarsafn
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Maí
  - Júní
Aldur:
6 ára
  - 10 ára