Vorferð fyrir grunnskóla │ 1. - 4. bekkur
Árbæjarsafn | Borgarsögusafn Reykjavíkur
1.-4. bekkur
Skemmtileg og fræðandi vorheimsókn fyrir stóra hópa (max 60) þar sem útivera í einstöku og öruggu umhverfi safnsins er í aðalhlutverki.
Fræðslan fer fram í gegnum stöðvavinnu á útisvæði safnsins. Mikilvægt er að kennari fylgi hverjum hóp: 8 – 12 nemendur í hverjum hóp. Nemendur læra að taka til hendinni eins og vinnufólk áður fyrr, glöggva sig á sögu Árbæjar og læra um kjörgripi í gegnum ratleik.
Fræðslan tekur 50 – 60 mín. Nesti er etið utandyra eftir fræðslu.
Gert er ráð fyrir að heimsóknin sé ekki lengri en 2 klst. og er háð veðri.
Í boði frá 14. maí – 4. júní 2026
Opið fyrir bókanir: Árbæjarsafn
Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is
Deila

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Maí
- Júní
Aldur:
6 ára
- 10 ára