Skip to main content

Vorferð fyrir grunnskóla á Árbæjarsafn | 1.-4. bekkur

Árbæjarsafn |  Borgarsögusafn Reykjavíkur 

1.-4. bekkur

Fræðsla, leikir og fjör!

Við bjóðum upp á skemmtilegar og fræðandi vorheimsóknir þar sem útivera í einstöku og öruggu umhverfi safnsins er í aðalhlutverki. Hópnum er skipt niður á stöðvar og  allir fá að prófa. Nemendur kynnast vatnsburði úr gamla tímanum, fræðast um sögu hluta og húsa í gegnum ratleik og fara í gamla og góða útileiki.

Á vestanverðu safnsvæðinu er lundurinn þar sem er góð grillaðstaða og bekkir til þess að sitja við. Við bjóðum því hópum að grilla og borða nesti ef áhugi er fyrir.

Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir að heimsóknin sé ekki lengur en 2 klst. 

Miðað er við að hópar séu ekki stærri en sem nemur þremur bekkjum eða um 60 nemendur.

Tekur um 1-2 klst.

Í boði 13. maí til 5. júní 2024.

 

BÓKIÐ HÉR! 

Nánari upplýsingar á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is

Skipuleggjandi:
Borgarsögusafn, Árbæjarsafn
Staðsetning:
Árbær og Norðlingaholt
Efnisflokkur:
Leikir og útivist
Tímabil:
Maí
  - Júní
Aldur:
6 ára
  - 12 ára